Ráðgjöf og þjónusta

Ráðgjöf og þjónusta

Ráðgjöf og þjónusta Ásverks er fyrir fyrirtæki og stofnanir sem þurfa að endurskipuleggja hluta starfsemi sinnar og/eða innleiða breytingar á kerfum og ferlum til að ná markmiðum sínum.

Ásverk getur aðstoðað við mörkun stefnu til að ná markmiðum rekstrar og síðan einnig við skipulagningu, ferlaskilgreiningar, kerfishönnun og verkefnastýringu til að hrinda stefnunni í framkvæmd.

Ásverk býr yfir mikilli reynslu og notar viðurkenndar aðferðir í þessu sambandi.

FYRIRTÆKJAHÖNNUN

Enska hugtakið Enterprise Architecture er hér þýtt sem fyrirtækjahönnun, en hún nær yfir allt það sem tekur við þegar stefnumótun er lokið og komið er að því að finna bestu lausn á framkvæmd stefnunnar. Fyrirtækjahönnun sem sérstakt fagsvið er frekar nýtt af nálinni, en einstaki þættir hennar hafa verið tíðkaðir lengi, oft án heildarsýnar eða viðurkenndra aðferða og því með misjöfnum árangri. Æskilegt er að öll ferli, upplýsingar og kerfi sem ætlað er að fylgja eftir ákveðinni stefnu séu undir þegar kemur að fyrirtækjahönnun og að hún njóti stuðnings æðstu stjórnenda.

Fyrirtækjahönnun er ætlað að svara spurningunni:

Hvernig framkvæmum við stefnuna að markmiðunum á sem skilvirkastan máta?

TOGAF

The Open Group Architecture Framework (TOGAF) er skalanleg aðferðafræði sem þróuð hefur verið síðan 1995 af mörgum af helstu sérfræðingum heims í fyrirtækjahönnun og byggir á eldri aðferðarfræði sem á uppruna sinn hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. TOGAF er notað af yfir 60% af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna og er útbreidd innan stjórnsýslu og fjármálafyrirtækja á Norðurlöndum.

TOGAF nær yfir þrjá síðustu fasana í ferlinu:

Markmið > Stefnumótun > Hönnun > Framkvæmd > Betrumbætur

Nokkur af markmiðum TOGAF:

1 2 3 4 5

Fyrirkomulag kerfisrekstrar og ferlamál í samskiptum við birgja fyrir Eimskipafélag Íslands.

Eimskip

Greining á samskiptum og ferlum kringum samning um rekstur á upplýsingatækni.

Ráðgjöf um lagfæringar á ferlum og upplýsingaveitum í þeim tilgangi að fækka frávikum og álagi vegna þeirra.

Loka

Evrópsk rafræn afladagbók

European Commission logo

Kerfishönnun á rafrænni afladagbók fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Hönnun á XML skema sem skilgreinir form og innihald rafrænna aflaskýrslna og kerfislýsing fyrir “örugga, samræmda, evrópska, rafræna afladagbók” (SHEEL).

Verkefnið var unnið undir forsvari Háskóla Íslands í samstarfi við evrópsk fyrirtæki og stofnanir undir formerkjum Evrópusambandsins. Stofnað var til verkefnisins af frumkvæði Evrópusambandsins sem lið í fýsileikakönnun þess fyrir lagasetningu um eftirlit með fiskveiðum.

Afsprengi þessa verkefnis er núverandi ERS kerfi (Electronic Recording and reporting System) Evrópusambandsins.

Loka

Mótun stefnu og framkvæmd hennar

Greining á stöðu, mótun stefnu og framkvæmdastýring í upplýsinga- og fjarskiptatæknimálum stofnana dóms- og kirkjumálaráðuneytis.

Verkefnið fól í sér endurskipulagningu rekstrar, flutning á tölvumiðstöð ráðuneytisins (TMD), uppfærslu á hugbúnaðarkerfum, útboð á víðneti TMD, ljósleiðaravæðingu og opnun IP símaþjónustu.

Einnig má telja samræmingu þinglýsingarkerfa, vefþjónustu fyrir leyfisveitingar til almennings og almenna málaskrá. Verkið var unnið með aðkomu annarra ráðuneyta, verktaka og fjölda stofnana um allt land.

Loka

Vegabréf með rafrænum lífkennum

Verkefnastýring, gerð útboðsgagna, hönnunarlýsingar og samningar við birgja vegna útgáfu vegabréfa með rafrænum lífkennum (bækur, framleiðslu- og umsóknarkerfi).

Verkefnið fól einnig í sér endurskipulagningu á útgáfu vegabréfa, framleiðsluferlum, tilfærslu verkefna og rafræna vottun.

Jafnframt var um þátttöku í staðlavinnu á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar (ICAO) að ræða.

Loka

Fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005-2010

Gerð fjarskiptaáætlunar fyrir árin 2005-2010 fyrir samgönguráðuneytið. Verkefnið felur í sér þátttöku í starfshópi um mótun stefnunar, gagnaöflun, samskipti við hagsmunaaðila og ritstýringu skýrslu um stefnuna. Kynning hjá BREAD.

Loka