Hugbúnaðarþróun
Hugbúnaðarþróun Ásverks er fyrir fyrirtæki og stofnanir sem þurfa aðstoð við eða verktaka til að sinna einhverjum þætti hugbúnaðarþróunar. Hér getur verið um að ræða t.d. þarfagreiningu, hönnun, forritun, verkefnastýringu eða skipulagningu þróunar, hvort heldur er fyrir kaupanda eða seljanda lausnar.
Ásverk býr yfir áratuga reynslu af þróun rauntímakerfa, mælikerfa, gagnagrunnslausna, veflausna og samskiptalausna, en einnig notkun viðurkenndra verkferla (Scrum, Kanban, Lean, MSF, ITPP, Prince2).
Nánast allir Íslendingar og einnig útlendingar búsettir hér á landi hafa notið góðs af hugbúnaðargerð Ásverks.
Helstu hugbúnaðarmál: C#, CPP, SQL, XSD.
Helstu högunarstefnur: SOA, Microservices.
ÞARFAGREINING
Ásverk vinnur með kaupanda til að draga fram þarfir og lýsa þeim þannig að seljandi lausnar geti uppfyllt þær að lokinni þróun.
HÖNNUN
Ásverk sér til þess að kerfishönnun sé í samræmi við skammtíma og langtíma væntingar viðskiptavinar um virkni, viðhald og endurnýtingu og að hannað sé út frá viðurkenndum hönnunarfrumskilyrðum svo sem SOA eða Microservice högun.
Gagnahögun byggir á þrískiptri nálgun: upplýsingagreiningu, upplýsingahögun og upplýsingaforritun, þar sem þekking og reynsla er nýtt ásamt nýjustu tækni og aðferðum til þess að gera gagnhögunina skilvirka og endurnýtanlega. Lykilorð: XSD og UML.
FORRITUN
Skilvirk forritun á flóknum kerfislausnum eða rauntímakerfum þar sem ýtrustu kröfur um gæði, hraða og öryggi eiga við. Forritun á viðmótslausnum þar sem einfaldleiki og upplýsingagildi er í fyrirrúmi.
Forritun í C#, CPP, SQL, C, F#, …
VERKEFNASTÝRING
Verkefnastjórnun þar sem viðurkenndum aðferum er beitt.
ÚTBOÐ
Gerð útboðsgagna og tæknilýsinga. Verkefnastýring, mat á tilboðum og samningagerð.
1
2
3
4
5
Tölvusjón og kerfishönnun fyrir skurðarvélmenni Völku.
Vatnsskurðarvél Völku til að skera beingarð úr flökum afhent Granda til notkunar, en Ásverk sinnti veigamiklum þætti í þróun myndvinnslu og gagnasamskipta í vélinni.
Loka
Evrópsk rafræn afladagbók
Kerfishönnun á rafrænni afladagbók fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Hönnun á XML skema sem skilgreinir form og innihald rafrænna aflaskýrslna og kerfislýsing fyrir “örugga, samræmda, evrópska, rafræna afladagbók” (SHEEL).
Verkefnið var unnið undir forsvari Háskóla Íslands í samstarfi við evrópsk fyrirtæki og stofnanir undir formerkjum Evrópusambandsins. Stofnað var til verkefnisins af frumkvæði Evrópusambandsins sem lið í fýsileikakönnun þess fyrir lagasetningu um eftirlit með fiskveiðum.
Afsprengi þessa verkefnis er núverandi ERS kerfi (Electronic Recording and reporting System) Evrópusambandsins.
Loka
Stefnumótun og stefnu hrint í framkvæmd
Greining á stöðu, mótun stefnu og framkvæmdastýring í upplýsinga- og fjarskiptatæknimálum stofnana dóms- og kirkjumálaráðuneytis.
Verkefnið fól í sér endurskipulagningu rekstrar, flutning á tölvumiðstöð ráðuneytisins (TMD), uppfærslu á hugbúnaðarkerfum, útboð á víðneti TMD, ljósleiðaravæðingu og opnun IP símaþjónustu.
Einnig má telja samræmingu þinglýsingarkerfa, vefþjónustu fyrir leyfisveitingar til almennings og almenna málaskrá. Verkið var unnið með aðkomu annarra ráðuneyta, verktaka og fjölda stofnana um allt land.
Loka
Vegabréf með rafrænum lífkennum
Verkefnastýring, gerð útboðsgagna, hönnunarlýsingar og samningar við birgja vegna útgáfu vegabréfa með rafrænum lífkennum (bækur, framleiðslu- og umsóknarkerfi).
Verkefnið fól einnig í sér endurskipulagningu á útgáfu vegabréfa, framleiðsluferlum, tilfærslu verkefna og rafræna vottun.
Jafnframt var um þátttöku í staðlavinnu á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar (ICAO) að ræða.
Loka
Fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005-2010
Gerð fjarskiptaáætlunar fyrir árin 2005-2010 fyrir samgönguráðuneytið. Verkefnið felur í sér þátttöku í starfshópi um mótun stefnunar, gagnaöflun, samskipti við hagsmunaaðila og ritstýringu skýrslu um stefnuna. Kynning hjá BREAD.
Loka